Teprurnar
- Litla sviðið
- 1 klst og 25 mínútur, ekki hlé
- Verð: 7600
- Frumsýning 21. október
Teprurnar
“Just do it!“
Andri og Eva hafa ekki stundað kynlíf í fjórtán mánuði og fjóra daga. Samt er ekkert að. Ekki þvælast andvökur og brjóstagjafir fyrir barnlausu parinu; engin kulnun í vinnunni; engin risvandamál eða hormónatruflanir; ekki skortir ástina og löngunin er svo sannarlega til staðar. En ekkert gengur. Það er komið að úrslitastundu!
Skoska leikskáldið og leikstjórinn Anthony Neilson er helst þekktur fyrir óvægin og erfið verk á borð við Ritskoðarann og Penetrator sem hafa bæði verið sýnd hér á landi. Hann hefur þó skrifað margs konar ólík verk, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir og með Teprunum sýnir hann á sér nýjar hliðar. Þar eru samskipti kynjanna í brennidepli en verkið einkennist fyrst og fremst af leiftrandi húmor þótt broddurinn sé aldrei langt undan. Hér fara leikararnir góðkunnu Vala Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson á kostum í hlutverkum Evu og Andra undir styrkri stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.
Anthony Neilson
Magnús Þór Þorbergsson tók saman
Á fyrri hluta tíunda áratugs síðustu aldar spratt fram hópur leikskálda á Bretlandseyjum sem hristu rækilega upp í áhorfendum með róttækum og ágengum leikritum. Verk þessara höfunda vöktu mörg hver athygli og jafnvel óhug fyrir mjög opinskáa umfjöllun um kynlíf og sviðsetningu ofbeldis, sem gerði það að verkum að þau fengu á sig merkimiða nýrrar stefnu: „In-Yer-Face“ leikhús.
„Kartöflur, kartöflur, kartöflur!“
Leikararnir Vala Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson fara með hlutverk Evu og Andra í Teprunum. Þau komu í viðtal og ræddu áskoranir við að leika í verkum Anthony Neilson – og leika á móti hvort öðru en þau hafa heilmikla reynslu af því!
Leikarar
Jörundur RagnarssonA
Vala Kristín Eiríksdóttir
Listrænir stjórnendur
Höfundur
Anthony NeilsonÞýðing
Leikstjórn
Leikmynd og búningar
Lýsing
Hljóðmynd
Leikgervi
-
Aðrir aðstandendur
Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir
Tæknikeyrsla: Óskar Gíslason og Sigríður Hrönn BergþórsdóttirTónlist í sýningunni:
Dolly Parton & Kenny Rogers - Islands in the stream
Jane Birkin - Je t'aime moi non plus
Pornosonic - Dick Goes Down
Pornosonic - Dick Dagger's Theme
Bee Gees - Stayin Alive
George Michael - Careless Whisper
James Brown - I Got You (I Feel Good)
Bloodhound Gang - The Bad Touch
50 Cent - Candy Shop
Á Móti Sól - Á Þig
Stockholm Jazz Quartet - Stockholm Central
Teprurnar er 713. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur
Titill á frummáli: The Prudes
Sýningarréttur: Colombine
Frumsýning 21. október 2023 á Litla sviði Borgarleikhússins
Sýningartími er tæpar 90 mínútur
Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna
Ritstjórn: Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir
Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir
Ljósmyndun: Íris Dögg Einarsdóttir