Borgarleikhúsið

Þoka

  • Litla sviðið
  • 45 mín
  • Verð: 4.200 kr.
  • Sýningum lokið

Þoka

Lítil og stór ævintýri leynast í þokunni

Tað er trolsligt at ganga i mjørka.

Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Sýningin fjallar um náttúrufyrirbrigðið þoku, sem er þegar öllu er á botninn hvolft lítið annað en sveimur örsmárra vatnsdropa, ský sem liggur við jörðu.

Þokuvísindafólkið Hulda og Karlsson eru komin á vettvang með mælitæki sín til að leita ofursjaldgæfrar þoku. Verkefni þeirra reynist þó allt annað en einfalt því margt býr í þokunni og í bland við fræðslu um þetta magnaða veðurfyrirbæri opnast ævintýra- og þjóðsagnaheimur á sviðinu.

Leikarar í sýningunni eru hin færeyska Gunnvá Zachariasen og hinn íslenski Hilmir Jensson. Skemmtileg, heillandi og fræðandi sýning fyrir þriggja ára og eldri.

Í samstarfi við leikhópinn Sel. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti—Sviðslistaráði og hinum færeyska Mentanagrunnur Landsins.

Vinsamlegast athugið að ekki er heimilt að sitja undir börnum á sýningum Borgarleikhússins og er það vegna brunavarna. Ekki er heimilt að hafa fleiri gesti í salnum en sætin eru.




Leikarar

  • Gunnvá Zachariasen
  • Hilmir Jensson

Listrænir stjórnendur

  • Höfundar

    Aðalbjörg Árnadóttir, Salka Guðmundsdóttir og leikhópur

  • Leikstjórn

    Aðalbjörg Árnadóttir
  • Tónlist

    Gunnar Karel Másson
  • Leikmynd og búningar

    Brynja Björnsdóttir
  • Lýsing

    Ólafur Ágúst Stefánsson
  • Dramatúrg

    Salka Guðmundsdóttir
  • Framkvæmdastjórn

    Davíð Freyr Þórunnarson