Frá gullauga til froðusnakks
Kartöflur eftir fjöllistahópinn CGFC er nýstarlegt sviðsverk sem tilnefnt var til Grímuverðlaunanna 2020 sem leikrit ársins. Með kartöfluna sem umfjöllunarefni rannsakar hópurinn ýmsa kima kartöflusamfélagsins og spírar meðal annars hjá kartöfluræktandanum Helgu Gísladóttur og þykkvarbæjarnaslinu beikonbugðum. Helga hefur um langt skeið verið rangnefnd í sögubókum og einsetur hópurinn sér, með dyggri aðstoð Halldórs Eldjárns, að leiðrétta nafn hennar ásamt því sem hann kemst til botns í hinu dularfulla hvarfi beikonbugðunnar af markaði árið 2016, sem olli miklum titringi hjá snakkfíklum landsins.
Kartöflur er partur af Umbúðalausu verkefni Borgarleikhússins þar sem markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl nýrra sviðshöfunda við áhorfendur.