Borgarleikhúsið

Umbúðalaust / Rómantík

  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Umbúðalaust / Rómantík er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Umbúðalaust / Rómantík

Anna Margrét Ólafsdóttir er þekkt sem myndlistar- og gjörningalistakona en hér stígur hún skref á ská í sýningu um rómantík. Rómantík er alls konar, hún getur verið milli elskhuga, vina, með sjálfum manni, innan fjölskyldu eða með ókunnugum.

Rómantík sem tilfinning er sannkölluð joie de vivre, hún gerir lífið safaríkt og hjálpar okkur að njóta augnabliksins. Eða hvað? Neyslusamfélagið og dægurmenning hafa í áraraðir sagt okkur hvað við eigum að gera til að vera rómantísk, en hvað er rómantík í raun og veru? Í þessari sýningu verður gerð tilraun til að leiða áhorfendur í svokallað rómantískt skap á ferðalagi sínu um rýmið.

Rómantík er partur af Umbúðalausu verkefni Borgarleikhússins þar sem markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl nýrra sviðshöfunda við áhorfendur.

Leikarar

  • Anna Margrét ÓlafsdóttirHöfundur og þátttakandi