Borgarleikhúsið

Umbúðalaust / Rómantík

  • Frumsýning 24. mars 2023
  • Væntanleg

Umbúðalaust / Rómantík

Anna Margrét Ólafsdóttir er þekkt sem myndlistar- og gjörningalistakona en hér stígur hún skref á ská í sýningu um rómantík þar sem áhorfendur eru þátttakendur og þátttakendur eru áhorfendur. Rómantík er alls konar, hún getur verið milli elskhuga, vina, með sjálfum manni, innan fjölskyldu eða með ókunnugum. 

Rómantík sem tilfinning er sannkölluð joie de vivre, hún gerir lífið safaríkt og hjálpar manni að njóta augnabliksins. Ef tilfinningin er ást þá býr rómantíkin í gjörðinni sem ber vitni um þessa tilfinningu. Hér verður rómantíkin rannsökuð sem neysluvara, sem mannleg hegðun og sem samfélagsbreyta – sýningin er blanda af fræðslu, samtali og gjörðum tengdum rómantík í þeirri von að áhorfendur gangi út ögn rómantískari einstaklingar en þeir voru áður.

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur og þátttakandi

    Anna Margrét Ólafsdóttir