Útlendingurinn - morðgáta

Leysir Friðgeir fertugt morðmál?

Konan var alls ekki búin til útvistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hún hafði ferðast vítt og breytt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköpunum hún var að gera í Bergen.

Í gegnum tíðina hefur líkfundurinn vakið bæði forvitni og umtal í Noregi og um heim allan, en þrátt fyrir ótal kenningar hefur engum tekist að leiða til lykta hvað gerðist djúpt inni í Ísdal og hvað dró þessa útlensku konu til dauða. En það gæti breyst þegar annar útlendingur fer að grafast fyrir um málið.

Þegar íslenskur sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson, flytur til Bergen, lætur hann heillast af ráðgátunni og gerir sitt besta til að upplýsa hana. En kannski ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Friðgeir er hvorki lögreglumaður, né með reynslu af rannsóknarstörfum, en telur sig hafa ákveðna innsýn inn í hugsunarhátt konunnar. Hann er jú aðkomumaður, rétt eins og hún var.

Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks. Tónlist verksins er samin af Snorra Helgasyni og flutt á sviðinu af honum sjálfum.

Leikarar

 • Friðgeir Einarsson
 • Snorri Helgason

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Friðgeir Einarsson 

 • Leikstjórn

  Pétur Ármannsson

 • Leikmynd og búningar

  Brynja Björnsdóttir

 • Lýsing

  Pálmi Jónsson

 • Tónlist

  Snorri Helgason

 • Hljóð

  Þorbjörn Steingrímsson


Þétting hryggðar - sögur úr Reykjavík

Á aðalskrifstofu Reykjavíkurborgar eru fjórar manneskjur læstar inni í herbergi af öryggisástæðum. Þau eru eins ólík og hugsast getur, en eru öll Reykvíkingar í húð og hár. 

Nánar

Ég hleyp

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. 

Nánar