Borgarleikhúsið

Vaðlaheiðargöng

  • Nýja sviðið
  • 75 mín, Ekkert hlé
  • Verð: 5600
  • Frumsýning 2. febrúar 2024

Vaðlaheiðargöng

Tilvistarlegur gleðileikur um brothætt samband manns og náttúru

Verk um stórkostlegustu framkvæmd Íslandssögunnar, samband manns og náttúru, um fólk sem svimar aðeins og heldur að aðrir geti mögulega séð að það sé eitthvað tens og sé að stara á það, um fólk sem vill bara að það sé auðveldara að fara austur fyrir.

Verkið Vaðlaheiðargöng er unnið í samsköpun undir listrænni stjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Verkið endurspeglar þá ljóðrænu fegurð sem birtist í framkvæmdasögu Vaðlaheiðarganga, sambandi mannlegs hversdagsleika og náttúru og yfirvofandi endalokum alls í kjölfar hamfarahlýnunar.

Leikhópurinn Verkfræðingar er nýr af nálinni en meðlimir hans hafa getið sér gott orð með fjölbreyttum sýninga sviðslistahópa á borð við 16 elskenda og Sóma þjóðar.

Í samstarfi við leikhópinn Verkfræðinga.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks. 

Vinsamlegast athugið að í sýningunni er á köflum hávær tónlist. 

Leikarar

  • Aðalbjörg Árnadóttir
  • Hilmir Jensson
  • Kolbeinn Arnbjörnsson

Listrænir stjórnendur

  • Listræn stjórnun og leikstjórn

    Karl Ágúst Þorbergsson
  • Leikmynd og búningar

    Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
  • Tónlist

    Gunnar Karel Másson
  • Lýsing

    Ólafur Ágúst Stefánsson
  • Framleiðandi

    Davíð Freyr Þórunnarson/Murmur