Albert Halldórsson
Albert Halldórsson útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Meðal nýlegra verkefna Alberts í leikhúsi má nefna
Karíus og Baktus,
How to Become Icelandic in 60 minutes,
The Last Kvöldmáltíð og
Það sem við gerum í einrúmi. Einnig hefur Albert komið fram í sjónvarpi, tónlistarmyndböndum og talsett fjölda teiknimynda.