Borgarleikhúsið

Esther Talía Casey

Esther útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur frá útskrift leikið m.a. með Leikfélagi Akureyrar, í Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Af verkum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Mary Poppins, Hús Bernhörðu Alba og Mamma Mia!. Esther hefur jafnframt leikið í kvikmyndum og sjónvarpi og er einnig söngkona. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir aukahlutverk í Sumarljósi í Þjóðleikhúsinu.