Starfsfólk
Hákon Jóhannesson
Hákon Jóhannesson útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Frá útskrift hefur hann að mestu starfað við Þjóðleikhúsið og leikið þar í sýningum á borð við Framúrskarandi vinkonu, Ástu og Draumaþjófnum. Einnig hefur hann leikið með Leikfélagi Akureyrar og komið fram í sjónvarpi og kvikmyndum. Af sjónvarpsverkefnum hans má nefna Verbúðina og Aftureldingu.