Borgarleikhúsið

Haraldur Ari Stefánsson

Haraldur Ari Stefánsson útskrifaðist frá The Royal Central School of Speech and Drama árið 2015. Hann var fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu árið 2017 og meðal sýninga sem hann hefur leikið í þar má nefna Kjarval, Níu líf og Macbeth. Hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum, t.d. Óróa og Hvítur, hvítur dagur en einnig komið fram í sjónvarpi, tónlistarmyndböndum og útvarpi.