Borgarleikhúsið

Starfsfólk

Ólafur Ásgeirsson

Ólafur Ásgeirsson útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur leikið í fjölda stuttmynda og verkefna sem birst hafa í sjónvarpi. Ólafur debúteraði á sviði 2021 og hefur síðan leikið í sviðsuppfærslum á borð við The Last Kvöldmáltíð, Hið ósagða og Palli var einn í heiminum. Ólafur hefur tvívegis verið tilnefndur til Grímuverðlauna sem leikari, og er þar að auki einn stofnenda Leikfélagins PóliS sem var Sproti ársins á Grímunni 2021. Leikfélagið PóliS hefur framleitt tvær sýningar fyrir pólska áhorfendur á Íslandi; Co za poroniony pomysł og Tu jest za drogo. Ólafur er einnig sjóaður spunaleikari og félagi í Improv Ísland sem hefur búið til grínsýningar á staðnum í Þjóðleikhúsinu síðan 2015.