Rakel Ýr Stefánsdóttir
Rakel Ýr Stefánsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ vorið 2019. Hún hefur starfað sem leikstjóri með börnum og unglingum, er ljósmyndari, kvikmyndagerðarkona og framleiðandi. Hún gerði tónlistarmyndbönd fyrir nýjustu plötu hljómsveitarinnar S.hel. Rakel fór með hlutverk í kvikmyndinni Uglur. Af nýlegum verkefnum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Emil í Kattholti, Macbeth, Níu líf og Fíasól gefst aldrei upp.