Borgarleikhúsið

Sveinn Ólafur Gunnarsson

Sveinn Ólafur Gunnarsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006. Af nýlegum sviðsuppfærslum sem hann hefur tekið þátt í má nefna; Er ég mamma mín?, Þéttingu hryggðar, Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar og Fíasól gefst aldrei upp. Hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og hefur margoft hlotið tilnefningar til Grímunnar og Eddunnar, en hann fékk Grímuverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir Rocky!