Borgarleikhúsið

Vala Kristín Eiríksdóttir

Vala útskrifaðist úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands vorið 2015 og var fastráðin sama ár við Borgarleikhúsið. Meðal verka sem Vala hefur leikið í má nefna Matthildi, Oleanna og Þéttingu hryggðar. Hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki fyrir Matthildi. Vala er einn af framleiðendum, handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk.

Vala Kristín Eiríksdóttir