Borgarleikhúsið

Starfsfólk

Védís Kjartansdóttir

Védís Kjartansdóttir útskrifaðist frá PARTS sviðslistaskólanum í Belgíu árið 2012. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjöldamörgum dansverkum bæði sem dansari og danshöfundur. Hún hefur m.a. starfað með ÍD, sviðslistahópnum Marmarabörnum, Gjörningaklúbbnum auk fjölda annarra. Af nýlegum verkefnum má nefna Rómeó og Júlíu með ÍD, Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Eyður með Marmarabörnum. Hún hlaut Grímuverðlaun fyrir Dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Eyður.