Borgarleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 2026-2027.
Á hverju leikári býður Borgarleikhúsið tveimur atvinnuleikhópum hið minnsta til samstarfs um sýningar í húsinu. Leikhóparnir fá afnot af húsnæði Borgarleikhússins til æfinga og sýninga ásamt þjónustu dramatúrga, markaðsdeildar, tæknifólks og verkstæða samkvæmt samstarfssamningi. Verkefnin verða kynnt sem hluti af verkefnaskrá hússins og sýnd á Litla eða Nýja sviði á leikárinu.
Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 30. janúar og umsóknir skal senda á samstarf@borgarleikhus.is. Að loknu forvali verður völdum umsækjendum boðið í viðtal dagana 10.-11. febrúar og val samstarfsverkefna mun liggja fyrir í síðasta lagi föstudaginn 13. febrúar.
Með umsóknum skal fylgja:
• Lýsing á verkefni
• Listi yfir aðstandendur: framkvæmdaaðilar, listrænir stjórnendur og aðrir þátttakendur
• Ítarleg fjárhagsáætlun
• Yfirlit um styrki/loforð um styrki