Borgarleikhúsið

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

26. júní 2024 : Miðasalan komin í sumarfrí

Miðasalan opnar aftur þann 21. ágúst kl. 12. Við minnum á að það er alltaf hægt að kaupa miða á borgarleikhus.is.

25. júní 2024 : Þorleifur Örn aftur í Borgarleikhúsið!

Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson kemur beint frá Bayreuth í Borgarleikhúsið og sökkvir sér í eitt lykilverka 20. aldarinnar, Kött á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams. 

21. júní 2024 : Óskaland með Moses Hightower komið í spilun!

Moses Hightower hefur gefið út nýtt lag í samstarfi við Borgarleikhúsið. Það ber titilinn Óskaland og er innblásið af samnefndu gamanleikriti Bess Wohl sem verður frumsýnt á stóra sviðinu í október, í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar og þýðingu og staðfæringu Ingunnar Snædal.

17. júní 2024 : Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur í Borgareikhúsinu

Á næstunni mun Borgarleikhúsið opinbera verkefnaskrá komandi leikárs og mikil tilhlökkun í loftinu. Af mörgu verður að taka en í janúar n.k mun glæný leikgerð af verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, líta dagsins ljós í mögnuðu sjónarspili.

16. júní 2024 : Ótrúlegu ferðalagi Níu lífa lokið

Lokasýning Níu lífa, sem var jafnframt sýning númer 250, fór fram á Stóra sviðinu í gærkvöldi fyrir fullum sal.

12. júní 2024 : Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir Hamlet í Borgarleikhúsinu

Undirbúningur fyrir komandi leikár er á fullu í Borgarleikhúsinu og verður hulunni svipt af verkefnaskrá leikhússins á allra næstu dögum. Mörg stór og spennandi verkefni eru í burðarliðnum og undirbúningur hafinn fyrir næstu tvö leikár.

4. júní 2024 : Hádegisfundur þann 6. júní tileinkaður barnamenningu

Fimmtudaginn 6. júní kl. 12 stendur Leikfélag Reykjavíkur fyrir hádegisfundi í forsal Borgarleikhússins. Hádegisfundurinn verður að þessu sinni tileinkaður barnaleikhúsi í tilefni þess að nýlega hlaut Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikkona og leikstjóri, sérstaka viðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir framlag sitt til barnamenningar.

30. maí 2024 : Ofurhetjumúsin sýnd fyrir 1.500 leikskólabörn

Í vikunni var Ofurhetjumúsin sýnd fjórum sinnum fyrir fullum Stóra sal af elstu leikskólabörnum Reykjavíkurborgar.  Þetta er árlegur viðburður þar sem fimm ára leikskólabörnum er boðið að koma í leikhús.

24. maí 2024 : Sögur verðlaunahátíð barnanna 2024 - Fíasól hlýtur fjórar tilnefningar!

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp hlýtur fjórar tilnefningar til Sagna - verðlaunahátíð barnanna í ár! Metþátttaka var í kosningu keppninnar í ár.

Síða 1 af 12