Fyrsti sam­lest­ur á Hamlet

2. september 2025

Hamlet lesinn á Litla sviði Borgarleikhússins

Í gær (mánudaginn 1. september) var fyrsti samlestur á Hamlet, í leikgerð og leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur.

Hamlet verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins þann 31. október næstkomandi og mega áhorfendur eiga von á að sjá þetta frægasta leikverk sögunnar í nýjum búningi.

Með hlutverk Hamlet fer Sigurbjartur Sturla Atlason og með önnur hlutverk fara Berglind Alda Ástþórsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hilmir Snær Guðnason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sólveig Arnarsdóttir og Vilhelm Neto.

Leikmynd og búninga hannar Filippía Elísdóttir, sem áður vann með Kolfinnu að verðlaunasýningunni Ást Fedru.

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

jafnlaunavottun 2023-2026

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo