Gaza einræðurnar eru reynslusögur skrifaðar af ungmennum sem tóku þátt í leiklistarstarfi í ASHTAR leikhúsinu árið 2010, stuttu eftir fyrsta stríðið á Gaza ströndinni. Því miður eiga einræðurnar enn við í dag en þær leggja áherslu á hryllinginn, vonir og seiglu Gazabúa og gefa bæði börnum og fullorðnum rödd.
Viðburðinum verður streymt í beinni á Visir.is
Aðgangur er ókeypis en hvatt er til frjálsra framlaga í áfallahjálp ASHTAR leikhússins sem veitir sálfræðiaðstoð fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Verkefnið er unnið í samvinnu við palenstínska sálfræðinga og notar leikhúsið sem miðil í áfallahjálp sem fer fram í skólum og félagsmiðstöðvum fyrir ungmenni.
https://www.globalgiving.org/projects/traumareleasepalestine/ (https://www.globalgiving.org/projects/traumareleasepalestine/)