Heim
Leita

Inn­tökupruf­um lok­ið

12. september 2023

Alls mættu um 230 börn í prufurnar í ár og 36 nemendur fengu pláss að þessu sinni, 32 nemendur hefja nám á 1.stigi og fjórir nemendur á 2.stigi. Við bjóðum nýju nemendurna innilega velkomna í húsið og hlökkum til framhaldsins. Með fréttinni má sjá myndir af hópunum sem hlutu inngöngu í skólann.

Framundan er spennandi vetur en skólinn hefur vaxið með hverju árinu og í vetur stunda alls 108 nemendur nám á þremur stigum. Á haustönn munu nemendur á lokaári setja upp tvö ný leikverk eftir börn sem unnu til verðlauna á Sögum verðlaunahátíð barnanna. Það eru leikritin Dagbókin eftir Bryndísi Eir Sigurjónsdóttur, Bryndísi Karlsdóttur Schram, Vigdísi Brynjólfsdóttur og Kötlu Einarsdóttur og Anna og óveðrið eftir Þórunni Erlu Gunnarsdóttur. Leikstjórar eru Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður er Bryndís Ósk Ingvarsdóttir.

Í vor munu nemendur á 1-2.ári skólans taka þátt í glæsilegri vorsýningu og nemendur á lokaári sýna frumsamin útskriftarleikrit.

Að auki mun skólinn áfram eiga í fjölbreyttu samstarfi við ýmsar stofnanir og hátíðir með það að markmiði að auka aðgengi barna að leiklist. Þar má m.a. nefna opnar leiklistarsmiðjur á RIFF og Barnamenningarhátíð.




Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo