Jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn er haf­inn!

14. janúar 2026

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggður er á hinu sívinsæla ævintýri Dr. Seuss frá árinu 1957.

Þegar Trölli stal jólunum kom upprunalega út sem kvæði og hefur lengi notið mikilla vinsælda um allan heim. Sagan hefur verið útfærð á ótal vegu en þekktasta útfærslan er líklega kvikmyndin How the Grinch stole Christmas sem kom út árið 2000 og skartaði gamanleikaranum og stjórstjörnunni Jim Carrey í hlutverki Trölla (Grinch). Flestir Íslendingar þekkja söguna og er kvikmyndin orðin rótgróin jólahefð á mörgum heimilum. Leikarinn okkar ástsæli Stefán Karl Stefánsson fetaði síðan í fótspor Carrey og fór með hlutverk Trölla í söngleiknum á leikferð um Bandaríkin á árunum 2008-2015.

Trölli lifir einmana lífi með hjarta sem er „tveimur stærðum of lítið”. Hann þolir ekki jólin en í næsta bæ eru þau haldin hátíðleg með söng, gjöfum og kræsingum, Trölla til mikils ama. Eitt árið tekur hann sig til og reynir að stela jólunum í skjóli nætur, með því að fjarlægja allt sem á þau minnir. Þegar jólasöngvar hljóma enn morguninn eftir kemst Trölli að því að jólin felast ekki í veraldlegum hlutum - heldur í hjörtum fólks.

Leikstjórn verður í höndum Vals Freys Einarssonar og mun hulunni verða svipt af leikhópnum á næstu vikum. Ásamt glæsilegum hópi leikara mun einnig stór barnahópur vera með í sýningunni og verða haldnar leikprufur fyrir börn í vor. Leikprufurnar verða auglýstar síðar á vef og miðlum Borgarleikhússins.

Þegar Trölli stal jólunum verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í nóvember 2026 og verður það Evrópufrumsýning á söngleiknum.

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Jafnlaunavottun 2023-2026
Jafnvægisvog FKA 2025
Framúrskarandi fyrirtaeki 2025

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo