Leik­hús­kaffi - Fjalla­bak

26. febrúar 2025

Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson í hlutverkum Ennis og Jacks í Fjallabak. Borgarleikhúsið 2025

Þriðjudaginn 4. mars kl. 17:30 verður boðið upp á leikhúskaffi í tengslum við sýninguna Fjallabak sem frumsýnd verður á Nýja sviðinu þann 28. mars.

Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir allt leikhúsáhugafólk. Við hittumst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Valur Freyr Einarson leikstjóri segir viðstöddum frá sýningunni. Eftir spjallið er rölt yfir á Nýja svið Borgarleikhússins, þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.

Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna.

Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum. Öll eru hjartanlega velkomin!

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á fb síðu hans hér.

Um sýninguna: Fjallabak - ástarsaga fyrir okkar tíma

Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni.

Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldra. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra. Nánar má lesa um sýninguna hér.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo