Leikhúskaffi fyrir Hamlet verður haldið mánudaginn 13. október kl. 17:30 á Borgarbókasafni Krinlgunnar.
Hamlet verður frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins þann 31. október næstkomandi. „Að vera eða ekki vera” Hér er frægasta leikverk sögunnar – í nýjum búningi fyrir nýjar kynslóðir!
Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi og hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri og Sigurbjartur Sturla Atlason leikari segja frá sýningunni. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Litla svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.
Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna. Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum.
Öll eru hjartanlega velkomin!
Hér er hægt að lesa um viðburðinn.