Húsfyllir var á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi þegar ný stjórn Leikfélags Reykjavíkur var kjörin. Eggert Benedikt Guðmundsson formaður Leikfélagsins lét af störfum, en Eggert hefur verið í stjórn Leikfélagsins í tólf ár og þar af átta ár sem formaður.
Einnig kvaddi stjórnina Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir en hún hefur setið nánast óslitið í 21 ár og á hún miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt til Leikfélagsins.
Starfsfólk Borgarleikhússins þakkar fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf og býður nýja stjórn hjartanlega velkomna til starfa.
Ný stjórn Leikfélags Reykjavíkur:
- Magnús Ragnarsson – formaður
- Björgvin Skúli Sigurðsson – varaformaður
- Karen María Jónsdóttir – ritari
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir – meðstjórnandi
- Jóhanna Vigdís Arnardóttir – meðstjórnandi
- Einar Örn Benediktsson – varamaður
Mynd af fráfarandi stjórn.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Hilmar Oddsson, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson, Aðalheiður Snæbjarnadóttir, Björgvin Skúli Sigurðsson.