Ung­ling­ar í lyk­il­hlut­verki í þró­un á nýju verki

4. desember 2025

Í vikunni skrifaði leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Egill Andrason undir samning við Borgarleikhúsið þess efnis að hann muni þróa nýtt verk fyrir unglinga. Hugmyndin að baki verkinu er að leikritið verði unnið fyrir unglinga – með unglingum – og að inntak verksins komi frá þeim. Egill er kornungur leikstjóri og sviðshöfundur sem m.a. hefur vakið athygli fyrir sýninguna Vitfús Blú og vélmennin.

Egill mun halda vinnusmiðju í fimm félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu þar sem safnað verður hugmyndum fyrir nýja verkið. Eftir vinnusmiðjurnar munu ungmenni úr Leiklistarskóla Borgarleikhússins og Ungmennaráði Borgarleikhússins vinna verkið áfram með Agli. Vinnuaðferðin er hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að bjóða börnum og unglingum að borðinu þegar kemur að sýningum fyrir þau og um þau. Sýningin verður sýnd á Stóra sviðinu á næsta leikári og verður öllum nemendum í 10. bekk í Reykjavíkurborg boðið á sýninguna.

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Jafnlaunavottun 2023-2026
Jafnvægisvog FKA 2025
Framúrskarandi fyrirtaeki 2025

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo