Sauma­stof­an 50 ára

28. október 2025

Í dag, 28. október 2025, eru 50 ár síðan Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson var frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Frumsýningin átti sér stað fjórum dögum eftir fyrsta kvennafrídaginn og tengist söngleikurinn þessum merkilega degi órjúfanlegum böndum. Saumastofan átti eftir að verða ein vinsælasta leiksýning leikfélagsins og gekk fyrir fullu húsi næstu þrjú leikár.

Saumastofan fjallar um heldur óvenjulegan dag á saumastofunni Saumur þegar sex saumakonur ákveða að leggja niður störf til að halda upp á 70 ára afmæli saumakonunnar Siggu. Á meðan á veislunni stendur deila konurnar lífsreynslu sinni í gegnum sögur og söng.

Í tilefni 50 ára afmælisins mun Saumastofan koma út á bók í fyrsta sinn og blásið verður til útgáfuhófs í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 13:00 á Litla sviðinu.

Unnendum söngleikja, Saumastofunnar og íslenskar sviðslistarsögu er boðið til að fagna þessum tímamótum. Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur á Leikminjasafni, mun fjalla um tilurð og sögulegt mikilvægi Saumastofunnar, Magnús Þór Þorbergsson, leiklistarráðunautur Leikfélags Reykjavíkur, segir frá framlagi Kjartans Ragnarssonar til sögu LR, og valin atriði úr söngleiknum verða lesin og auðvitað sungin.

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Jafnlaunavottun 2023-2026
Jafnvægisvog FKA 2025
Framúrskarandi fyrirtaeki 2025

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo