Uppfærð frétt:
Mikil álag var á kerfinu þegar skráning opnaði á sumarnámskeiðin kl. 14:00 í dag og seldist upp á flest námskeið á örfáum mínútum.
Hægt er að skrá á biðlista á öllum uppseldum námskeiðum. Skráning á námskeið og biðlista fer fram á Abler með því að smella hér
Vinsamlega beinið öllum fyrirspurnum á leiklistarskoli@borgarleikhus.is
Um sumarnámskeiðin:
Borgarleikhúsið býður upp á spennandi og metnaðarfull sumarnámskeið í júní og júlí fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-16 ára. Hvert námskeið er ein vika (fimm dagar í senn), fjórir tímar á dag og endar með uppskerusýningu á Litla sviði Borgarleikhússins. Einnig eru metnaðarfull söngleikjanámskeið í boði.
Námskeiðin eru vinsæl og hafa færri komist að en vilja síðustu ár. Því hvetjum við fólk til að huga tímanlega að skráningu.