Heim
Leita

Þrjár bomb­ur á næsta leik­ári

14. júní 2023


Deleríum búbónis eftir bræðuna Jónas og Jón Múla Árnasyni ríður á vaðið og verður frumsýnd í lok september. Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss, dásamlegur gamansöngleikur með pólitískum broddi, fullur af sígildum lögum. Mörg hafa fyrir löngu öðlast eigið líf og unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna; lög á borð við „Einu sinni á ágústkvöldi“, „Ljúflingshóll“ og „Söngur jólasveinanna“, sem eflaust er betur þekktur sem „Úti er alltaf að snjóa“.

Leikstjóri Deleríum búbónis er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon er tónlistarstjóri.

Fíasól gefst aldrei upp er glænýr fjölskyldusöngleikur sem byggir á vinsælum bókaflokki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um gleðisprengjuna Fíusól. Stelpuskottið Fíasól er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri barnabókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Höfundar leikgerðar eru þær Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir en Þórunn mun einnig leikstýra verkinu. Tónlistarstjóri er Karl Olgeirsson en tónlist og texta er eftir engan annan en Braga Valdimar Skúlason.
Frumsýning verður í byrjun desember.

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins.
Leikstjóri er Álfrún Helga Örnólfsdóttir og tónlistarstjóri Örn Eldjárn. Frumsýning verður í febrúar 2024.

Kortasala leikhússins hefst innan skammst. Skráðu þig á póstlista (/postlisti/skraning) Borgarleikhússins til að fá fyrst/ur fréttirnar!

Atriði á Grímunni (https://youtu.be/eOiXAQ0VhaI)

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo