Heim
Leita

Til­nefn­ing­ar til Grím­unn­ar

6. júní 2023


Frábært leikár er á enda í Borgarleikhúsinu þar sem yfir 160.000 gestir sóttu sýningar vetrarins. Sýningum er nú lokið, sumum fyrir fullt og allt, en aðrar halda áfram næsta haust. Fjölskyldusýningin Emil í Kattholti, barnasýning ársins 2022 á Grímunni, kvaddi eftir hundrað sýningar og nú um síðustu helgi mætti 100.000 gesturinn á 9 líf og er ekkert lát á vinsældum þeirrar stórkostlegu sýningar, sem mætir aftur á svið í ágúst. Miðasala á sýningar haustsins á Mátulegum er hafin, en auk þess snýr hin magnaða sýning Svartþröstur aftur í september ásamt fleiri sýningum.

Stórsýningin Macbeth hlaut flestar tilnefningar af sýningum Borgarleikhússins, fimm talsins. Ásthildur Úa Sigurðardóttir er tilnefnd sem leikkona ársins í aukahlutverki, Milla Clarke er tilnefnd fyrir leikmynd og Liucija Kvašytė fyrir búninga. Pálmi Jónsson fékk tilnefningu fyrir lýsingu og þeir Þorbjörn Steingrímsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson fyrir hljóðmynd.

Prinsessuleikarnir fengu fjórar tilnefningar. Jörundur Ragnarsson er tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki, en þúsundþjalasmiðurinn Mirek Kaczmarek hlaut þrjár tilnefningar, fyrir leikmynd og búninga og lýsingu ásamt Fjölni Gíslasyni.

Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson hreppti þrjár tilnefningar. Guðrún Gísladóttir og Jóhann Sigurðarson hlutu tilnefningar sem leikkona og leikari í aðalhlutverkum og Matthías Tryggvi var tilnefndur fyrir leikrit ársins.

Einleikurinn Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur í leikgerð Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur hlaut tvær tilnefningar. Leikgerðin var tilnefnd sem leikrit ársins og Egill Sæbjörnsson hlaut tilnefningu fyrir leikmynd.

Sýningarnar Svartþröstur og Góða ferð inn í gömul sár fengu eina tilnefningu hvor. Ásthildur Úa Sigurðardóttir er tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Svartþresti og Embla Guðrúnar Ágústsdóttir hlaut tilnefningu sem dansari ársins í Góða ferð inn í gömul sár.

Grímuverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Stóra sviði Borgarleikhússins miðvikudaginn 14. júní og er athöfnin send í út í beinni útsendingu á RÚV.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo