Leikskrá
Hamlet er 726. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur.
Frumsýning 31. október 2025 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Sýningartími er tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Eitt hlé.
Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
Hamlet: Sigurbjartur Sturla Atlason
Ófelía: Berglind Alda Ástþórsdóttir
Gertrúd: Sólveig Arnarsdóttir
Kládíus: Hilmir Snær Guðnason
Pólóníus: Vilhelm Neto
Hóras: Hákon Jóhannesson
Laertes: Hjörtur Jóhann Jónsson
William Shakespeare
Leikgerð:
Kolfinna Nikulásdóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason
Helgi Hálfdánarson, Ingivaldur Nikulásson, Matthías Jochumsson og Þórarinn Eldjárn.
Kolfinna Nikulásdóttir útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ 2016 og hefur síðan starfað sem höfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vakti athygli fyrir nýstárlega nálgun og frumlega beitingu á íslenskri tungu með verki sínu The last kvöldmáltíð árið 2021 og hlaut sýningin fjórar tilnefningar til Grímunnar. Þá leikstýrði Kolfinna nútímaóperunni "KOK" uppúr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu 2022. Hlaut óperan tvær tilnefningar til Grímunnar og vann íslensku tónlistarverðlaunin fyrir viðburð ársins í flokki samtíma og klassískrar tónlistar. Kolfinna skrifaði og leikstýrði stuttmyndinni Surprise sem tilnefnd var sem besta norræna stuttmyndin árið 2022 á Nordisk Panorama. Þá leikstýrði hún verðlaunasýningunni Ást Fedru í Þjóðleikhúsinu.
Filippía Elísdóttir hefur komið að á annað hundrað sýninga sem búninga- og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga- og sviðsmyndahönnuður hefur hún starfað fyrir leikhús, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal Fálkaorðuna árið 2016. Af nýlegum verkefnum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Níu líf, Ég hleyp ,Mátulega og Ungfrú Ísland.
Pálmi Jónsson er fastráðinn ljósahönnuður hjá Borgarleikhúsinu sem starfað hefur víða síðustu ár bæði sem sjálfstætt starfandi hönnuður og fyrir hinar ýmsu lista- og menningarstofnanir. Þá hefur hann hannað sviðsgrafík fyrir viðburði á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision. Af nýlegum verkefnum hans í Borgarleikhúsinu má nefna Fíasól gefst aldrei upp, Ungfrú Ísland, Ladda og Moulin Rouge! söngleik. Hann hlaut Grímuverðlaun árið 2025 fyrir ljósahönnun í Hringir Orfeusar og annað slúður hjá Íslenska dansflokknum.
Salka Valsdóttir hefur starfað mikið í leikhúsi, bæði sem hljóðmaður, tónlistarstjóri og hljóðmyndahönnuður. Af verkefnum hennar þar má nefna Fyrrverandi og Svartþröst í Borgarleikhúsinu, Rómeó og Júlíu, Án titils, Eddu og Taktu flugið beibí! í Þjóðleikhúsinu og Ódysseifskviðu, Die Orestie og Germaniu í Volksbuhne í Berlín. Þá er hún þekkt sem liðsmaður Reykjavíkurdætra og tónlistardúósins Cyber. Salka hefur einnig unnið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti og má þar nefna Húsó og Vigdísi. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín svo sem Íslensku tónlistarverðlaunin, Grímuverðlaunin, Kraumsverðlaunin, Grapevine verðlaunin og Evrópsku MME verðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar með Reykjavíkurdætrum.
Myndbandshönnun: Kolfinna Nikulásdóttir
Dans-og sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Valdes og Kolfinna Nikulásdóttir
Yfirumsjón með leikgervum: Tinna Ingimarsdóttir
Starfsnemi: Björg Steinunn Gunnarsdóttir
Sýningastjóri: Þórey Selma
Tæknistjórn: Óskar Gíslason
Leikmyndagerð: Ásdís Hanna Gunnhildar Guðnadóttir: málari og smiður, Björgvin Már Pálsson: málari og smiður, Gabríel Backman Waltersson: smiður, Unnur Sif Geirdal: smiður, Ævar Uggason: smiður
Leikmunagerð: Fanney Sizemore, Högni Sigurþórsson, Sigríður Fjóla Þórarinnsdóttir, Sigrún Halla Ásgeirsdóttir, Frosti Friðriksson
Hundastjórn á sýningum: Þórey Selma Sverrisdóttir
Hundaumsjón: Kári Gíslason
Búningagerð: Stefanía Adolfsdóttir, Maggý Dögg Emilsdóttir, Ingunn Brynjólfsdóttir, Geirþrúður Einarsdóttir, Helga Lúðvíksdóttir
Dresserar: Gúa Margret Bjarnadóttir, Andrea Björk Karelsdóttir
Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir, Hildur Emilsdottir, Kristín Elisabeth, Fríða Valdís Bárðardóttir, Birgitta Rut Bjarnadóttir, Thelma Erlendsdóttir, Sara Friðgeirsdóttir, Valgerður Ingólfsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson, Íris Lorange Káradóttir, Rakel Ásgeirsdóttir, Elsa Þuríður Þórisdóttir, Hanna Louisa Guðnadóttir, Birgitta Rós Jónsdóttir, Karitas Ósk Ahmed Þorsteinsdóttir
It ain’t me babe - Bob Dylan
Lonely - Justin Bieber, Finneas O’Connell, Benjamin Levin
All apologies - Kurt Cobain
Sinfónía nr.5 í cís moll - IV Adagietto- Gustav Mahler
Pílagrímakórinn úr Tannhauser- Richard Wagner
Ritstjórn: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur
Leikhússtjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson
Ljósmyndun: Hörður Sveinsson

Fortíð og framtíð takast á í glænýrri útfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á frægasta leikriti heims. Hamlet, leikrit leikritanna, er í senn saga um sannleika, stöðu, stétt og ekki síst leiklistina sjálfa. Í þessu nýja handriti blæs Kolfinna Nikulásdóttir lífi í forna ljóðabálka frá sautjándu öld og fær einvalalið leikara til að pumpa blóði í hjarta þessa aldagamla verks. Um er að ræða sýningu sem teygir formið eins langt og mögulegt er - á sama tíma og það stingur í samband við áhorfendur. Hamlet, í uppsetningu Kolfinnu, rannsakar þenslumörk leikhússins og spyr: Hvernig samsvarar heimsmynd Hamlets okkar eigin í dag? Mannkynið, líkt og persónur verksins, lifir á umbrotatímum. Síbreytilegar líftæknilegar lausnir, óstöðugleiki í efnahagsmálum, pólitískur glundroði, fake news, og óskýr framtíðarsýn - Að vera eða ekki vera? Boðberi framtíðarinnar, Kolfinna Nikulásdóttir, og andi fortíðarinnar, William Shakespeare, ganga í eina sæng og úr verður leikhúsupplifun sem sperrir eyru, sprengir augu og makes theatre great again - kvöldstund sem enginn vill missa af.


Ég trúi á leikhúsið sem reynslu fremur en frásögn. Ég trúi á leikarana, líkama þeirra og rödd. Ég trúi á búninga, tónlist, ljós. Ég trúi á dans og ég trúi á þessa stund. Síðast en ekki síst, trúi ég á þig, kæri leikhúsgestur, sem mætir í leikhúsið, gerir þér ferð, verð kvöldstund í leikhúsinu, með okkur sem það sköpum, og heldur lífi í þessu viðkvæma, hættulega og sídeyjandi listformi. Ég lifi fyrir það að halda leikhúsinu lifandi, og þú, áhorfandi kær, ert ómissandi liður í því að leikhúsið sé ekki lífvana. Svo ég þakka þér fyrir að mæta í leikhúsið. Takk.
Nokkur orð um Ófelíu.
Það er ekki hægt að sviðsetja sterka konu. Það er heldur ekki hægt að sviðsetja veika konu. Að mörgu leyti hefur Ófelía í höndum leikstjóra í aldanna rás verið fátt annað en órar. Þangað til hún kom í hendur mínar og Berglindar Öldu. Við reyndum ekki að leysa persónuna heldur reyndum við að skilja hvernig hún virkar innan verksins, skilja það sem hún afhjúpar. Í þessari uppsetningu afléttum við aldagömlum álögum af Ófelíu, glæðum hana sönnu lífi með persónu sem gerir kvenleikann mögulegan.
Nokkur orð um Hamlet.
Ég elska Hamlet. Ég elska hvernig hann er í laginu, hvernig hann hugsar. Hvernig hann er í andstæðu við sjálfan sig og er dáleiðandi og fráhrindandi í senn. Hamlet er eins og kvikasilfur og það er ekki hægt að ná honum. Ég elska þessa persónu, að sönnu svikalaust. Hamlet hefur rifið hjartað úr leyndarmáli mínu og leikið á mig eins og flautu. Hamlet er í mér og þess vegna þrái ég hann.
Myndir úr sýningunni
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.


