Árni Tryggva­son lát­inn

14. apríl 2023


Árni gekk í Alþýðuskólann á Laugum, þar sem hann tók þátt í að semja og leika í revíum, áður en hann fékk inni í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Stærstan hluta síns leikaraferils var Árni fastráðinn við Þjóðleikhúsið, en feril sinn hóf hann hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1947 og lék tæplega 40 hlutverk í Iðnó fram til 1961. Meðal minnistæðustu hlutverka Árna hjá Leikfélagi Reykjavíkur má nefna Assessor Svale í Ævintýri á gönguför (1952), Fancourt Babberley í Frænku Charleys (1954), leigubílstjórann Gunnar Hámundarson í Deleríum búbónis (1959) og síðast en ekki síst Estragon í Beðið eftir Godot (1960). Árni sneri aftur til Leikfélags Reykjavíkur um síðustu aldamót og lék séra Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli (2001) og Þránd í Fló á skinni (2008). Að loknum 60 ára farsælum leikferli var Árni sæmdur heiðursverðlaunum Grímunnar árið 2010.

Starfsfólk Borgarleikhússins sendir aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa merka listamanns.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo