Borgarleikhúsið

Auglýst eftir handritum eftir börn á aldrinum 6-12 ára

14 nóv. 2023

Borgarleikhúsið er stoltur aðili að Sögum, verðlaunahátíð barna. Börn á aldrinum 6-12 ára eru hvött til að senda inn handrit að leikriti í handritasamkeppni Sagna. Tvö leikrit verða valin og sett upp í Borgarleikhúsinu. 


Sögur eru stórt samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun með því að veita börnum á aldrinum 6-12 ára (fædd 2011-2017) tækifæri að spreyta sig á sögugerð. Sögur geta birst í formi leikrita, laga og texta, stuttmynda og smásagna svo dæmi séu tekin, allt eftir því hvað heillar hverju sinni. Markmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi, sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi. Dagana 8. nóvember til 3. desember 2023 gefst börnum tækifæri á að senda inn leikrit, stuttmyndahandrit, lag og texta eða smásögu sem þau hafa skrifað og langar að koma á framfæri. Tekið er á móti innsendingum á mitt.rúv.is