Borgarleikhúsið

Baráttusöngur barnanna úr sýningunni Fíasól á íslensku táknmáli

13 feb. 2024

Dagur íslenska táknmálsins var haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var Baráttusöngur barnanna úr sýningunni Fíasól gefst aldrei upp fluttur á íslensku táknmáli í Krakkafréttum.


Það er Kolbrún Völkudóttir sem þýddi lagið og túlkaði. Hér fyrir neðan má sjá flutninginn.
Borgarleikhúsið mun bjóða upp á táknmálstúlkaða Fíusól á Stóra sviðinu 5.maí í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnalausra og Hraðar hendur táknmálstúlka. Sýningin verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Baráttusöngur barnanna á íslensku táknmáli