Borgarleikhúsið

Barnamenningarhátíð í Borgarleikhúsinu

18 apr. 2023

Borgarleikhúsið er stoltur þátttakandi í Barnamenningarhátíð í Reykjavík og býður upp á tvo skemmtilega viðburði fyrir börn í vikunni.

Krakkar kenna krökkum, leiklistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 8-11 ára verður á fimmtudaginn 20 apríl kl.13:00-14:30. Nánari upplýsingar má sjá hér
https://reykjavik.is/barnamenningarhatid/dagskra#/event/450395 

Krakkar sýna leikrit er skemmtileg fjölskyldusýning þar sem boðið verður upp á tvö stutt leikrit sem eru bæði samin og leikin af börnum á aldrinum 11-15 ára. Höfundar og leikarar eru útskriftarnemendur í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og leikritin eru sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardaginn 22.apríl kl.13:00.

Aðgangur er ókeypis en panta þarf miða á heimasíðu Borgarleikhússins.
 https://www.borgarleikhus.is/syningar/krakkar-syna-leikrit 

Viðburðirnir eru samstarfsverkefni Borgarleikhússins við Barnamenningarhátíð í Reykjavík.