Borgarleikhúsið

Fjögur ár frá frumsýningu 9 lífa

13 mar. 2024

Í dag eru fjögur ár frá frumsýningu 9 lífa. Sýningin er sú aðsóknarmesta í sögu íslensks leikhúss og hefur nú verið sýnd 232 sinnum fyrir yfir 125.000 leikhúsgesti. 9 líf var valin sýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2022.

Vegna mikillar aðsóknar var aukasýningum bætt við í vor og snýr sýningin því tímabundið aftur í maí.