Borgarleikhúsið

Fúsi hlýtur Múrbrjótinn 2023

7 des. 2023

Múrbrjótur Landssamtakanna Þroskahjálpar var afhentur í 30. skiptið á alþjóðadegi fatlaðs fólks sem haldinn hátíðlegur um allan heim þann 3. desember.


Meginstef dagsins í ár er: Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með og fyrir fatlað fólk. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti leikhúsveisluna og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti Múrbrjótana, en þau voru þrjú sem fengu viðurkenninguna í ár. Þar á meðal voru þeir Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson sem hlutu Múrbrjótinn fyrir heimildaleiksýninguna Fúsi - aldur og fyrri störf, sem nú er í sýningu á Litla sviði Borgarleikhússins. 

Er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem leikrit er sett upp sem er bæði skrifað og leikið af leikara með þroskahömlun.