Gler­dreki Leifs Breið­fjörð í Borg­ar­leik­hús­inu á ný

9. október 2023

Leifur Breiðfjörð er án nokkurs vafa merkasti glerlistamaður þjóðarinnar. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Ísland 1962-66 og í kjölfarið við Edinburgh College of Art í Skotlandi. Leifur heillaðist snemma af glerlist og verk hans prýða fjölda bygginga, m.a. Grafarvogskirkju, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, St. Giles dómkirkjuna í Edinburgh og Hallgrímskirkju, en bæði mikilfenglegar dyr og steindir gluggar á framhlið kirkjunnar eru verk Leifs.

Glerdreki Leifs er stórt glerlistaverk sem minnir á flugdreka og sómir sér einstaklega vel þar sem hæst er til lofts í forsal Borgarleikhússins. Drekinn var í geymslu um tíma en hefur nú verið yfirfarinn og verður gestum og gangandi til ánægju í leikhúsinu.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo