Við hefjum vetrarstarfið með því að kynna starfandi leikskáld Leikfélags Reykjavíkur, Birni Jón Sigurðsson. Birnir mun fjalla um verk sín og vinnu, en hann hefur haft aðsetur í Borgarleikhúsinu síðustu misseri og stefnt er að því að frumsýna afrakstur þeirrar vinnu á næsta leikári.
Birnir lauk BA-prófi af sviðshöfundabraut Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og hefur síðan þá vakið töluverða athygli fyrir sviðsverk sín. Hann átti t.d. ríkan þátt í verkunum Skattsvik Development Group og Kartöflur sem bæði voru sýnd undir hatti Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu og skrifaði libretto barnaóperunnar Fuglabjargið sem sýnd var á Litla sviði Borgarleikhússins 2021. Nú síðast hefur verk hans Sund vakið athygli en það var sýnt fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó fyrr í haust.
Léttur hádegisverður er til sölu á staðnum.