Borgarleikhúsið

Húsfyllir á opnum kynningarfundi leikársins

6 sep. 2023

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri, kynnti leikárið 2023-2024 fyrir fullum stóra sal síðastliðinn sunnudag. 

Leikarar úr söngleiknum Deleríum Búbónis fluttu lög úr sýningunni, sem verður fyrsta frumsýning ársins á stóra sviðinu og María Reyndal, leikstjóri, kynnti nýjasta verk sitt Með guð í vasanum. Þá fóru leikarar úr sýningunni einnig með leiklestur.

Eftir kynninguna var gestum boðið upp á kaffi og konfekt í forsal leikhússins. 

Kynntu þér leikárið 2023-2024 hér.