Borgarleikhúsið

Jómfrúar-dúett

13 apr. 2023

Nýtt á matseðli Borgarleikhússins er Jómfrúar-dúettinn en það eru tvær tegundir af smurbrauðsneiðum, sérvaldar af Ómari Steindórssyni yfirmatreiðslumeistara Jómfrúarinnar, annars vegar hönse salat og hins vegar roast beef með kartöflusalati. 

Frá því í haust hafa gestir Borgarleikhússins getað pantað sér smörrebröd frá Jómfrúnni og þannig gert enn meira úr leikhúskvöldinu. Samstarfið við Jómfrúna hefur gengið frábærlega og hafa leikhúsgestir verið duglegir að mæta snemma í leikhúsið og gæða sér á veitingum. 

Í tilefni af frábærum móttökum hefur verið ákveðið að auka enn frekar framboð á smörrebröd í Borgarleikhúsinu. 

Þá eru kransakökur nýjar á matseðlinum en þær koma einnig frá Jómfrúnni og er tilvalið að fá sér kransaköku með kaffinu í hléi.