Borgarleikhúsið

Krakkar skrifa leikrit

27 okt. 2023

Krakkar skrifa leikrit fór fram síðastliðinn miðvikudag þegar nemendur úr Leiklistarskóla Borgarleikhússins fluttu tvö verk, sem voru valin vinningshandrit í leikritasamkeppni Sagna, verðlaunahátíð barna.


Borgarleikhúsið velur árlega tvö vinningshandrit úr leikritasamkeppni Sagna, verðlaunahátíð barna. Fjölmörg handrit bárust frá börnum á aldrinum 6-12 ára, hvaðanæva af landinu. Vinningshandritin í ár eru Dagbókin eftir Bryndísi Eir Sigurjónsdóttur, Bryndísi Karlsdóttur Schram, Kötlu Einarsdóttur og Vigdísi Brynjólfsdóttur og Anna og óveðrið eftir Þórunni Erlu Gunnarsdóttur.