Borgarleikhúsið

  • Krakkarnir úr Fíusól á Krakkaþinginu

Krakkaþing Fíusólar

6 sep. 2023

Í síðustu viku var haldið Krakkaþing Fíusólar í Borgarleikhúsinu. Þingið, ásamt réttindafræðslu starfsmanna frá UNICEF, var fyrsti liðurinn í því að gera Borgarleikhúsið að barnvænum vinnustað. 

Á Krakkaþinginu tóku ungleikarar í leiksýningunni Fíasól gefst aldrei upp þátt í dagskrá þar sem þau fengu réttindafræðslu frá UNICEF um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau tóku jafnframt þátt í vinnu þar sem þau höfðu virk áhrif sköpun persónunnar sem þau leika í sýningunni, á sýninguna sjálfa, lögðu til hugmyndir og létu raddir sínar heyrast bæði varðandi sýninguna og Borgarleikhúsið sem vinnustað