Borgarleikhúsið

Leikritunarsjóður LR auglýsir eftir umsóknum

6 nóv. 2023

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst í framhaldi samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta.  


Við hvetjum fólk af öllum kynjum, uppruna og samfélagshópum til þess að sækja um. 

Umsókn skal innihalda:
Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer
Ferilskrá
Stutt sýnishorn af leikrænum texta
Hugmynd að sviðsverki
Annað sem umsækjandi telur að eigi erindi 

 Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær allar sem trúnaðarmál. Leikskáld Borgarleikhússin hefur störf leikárið 2024-2025. 

Umsóknir skulu sendar á leikritun@borgarleikhus.is merktar Leikskáld Borgarleikhússins, fyrir mánudaginn 1. desember 2023.