Borgarleikhúsið

  • Fíasól gefst aldrei upp

Mikil eftirspurn eftir miðum á Fíusól

15 sep. 2023

Forsala hófst í gær á leikritinu Fíasól gefst aldrei upp og stendur til miðnættis í kvöld og er mikil eftirspurn eftir miðum! Miðaverð er aðeins 4.990.- Leikritið verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 2. desember og er ljóst að margir eru spenntir að sjá nýtt íslenskt barnaleikrit. 

Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir en hún leikstýrði einnig hinni geysivinsælu sýningu Emil í Kattholti. Þórunn leiðir hér úrvals lið leikara og stóran og kraftmikinn barnahóp í nýjum fjölskyldusöngleik með frumsaminni tónlist hins góðkunna Braga Valdimars Skúlasonar.

Fíasól er óstöðvandi gleðisprengja, full af orku en stundum löt, skarpgreind en fljótfær og svo hugmyndarík að foreldrum hennar stendur hreinlega ekki alltaf á sama. Fíasól gefst aldrei upp er byggð á verðlaunabókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur sem eru fyrir löngu orðnar sígildar í íslenskri bókmenntasögu og eiga sér aðdáendur á öllum aldri.