Barna­menn­ing­ar­sjóð­ur styrk­ir barn­astarf leik­húss­ins

6. júní 2023


Krakkaþingin verða haldin í tengslum við frumsýningu Borgarleikhússins á barnasöngleiknum Fíasól gefst aldrei upp sem frumsýndur verður næsta vetur. Leikgerðin, eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar, byggir á öllum útgefnum bókum um stúlkuna Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur en hryggjarstykkið er samnefnd bók frá árinu 2019.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna liggur til grundvallar bæði bókinni og leikgerðinni og með fyrra Krakkaþinginu standa vonir til að kynna sáttmálann fyrir þeim börnum sem taka þátt í sýningunni og, með þátttöku þeirra, innleiða hann í allt barnastarf í Borgarleikhúsinu. Þannig myndu börnin hafa bein áhrif á bæði vinnuferlið sjálft og listræna sýn uppsetningarinnar. Síðara Krakkaþingið verður haldið í apríl 2024 í tengslum við Barnamenningarhátíð og þar munu börnin úr sýningunni leiða þing sem opið er öllum börnum og ræða þar Barnasáttmálann og hvernig hann snertir daglegt líf barna á Íslandi. Á þinginu verður horft til valdeflingar barna og þau hvött til að láta raddir sínar hljóma, allt í anda Fíusólar.

Barnamenningarsjóður styrkir fjölbreytt verkefni á sviði barnamenningar þar sem áhersla er lögð á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Sjóðurinn horfir ekki síst til verkefna sem stuðla einnig að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða hafa tengingu við inntak Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús Þór Bjarnason sem leikur Litla Bubba í 9 lífum ásamt forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og Menningarmálaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur en Magnús veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Borgarleikhússins.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo