Borgarleikhúsið

Opinn kynningarfundur

29 ágú. 2023

Sunnudaginn 3. september verður opinn kynningarfundur um komandi leikár. Fundurinn hefst kl. 14 og stendur í klukkustund. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri kynnir leikárið og fær til sín góða gesti. 

María Reyndal, höfundur og leikstjóri Er ég mamma mín?, kynnir nýjasta verk sitt Með Guð í vasanum og leikarar í sýningunni leiklesa stutt atriði.
Leikarar úr Deleríum búbónis flytja valin lög úr sýningunni sem verður fyrsta frumsýning á Stóra sviðinu í vetur.

Húsið opnar kl. 13 og hægt verður að kaupa veitingar. Eftir kynninguna verður boðið upp á kaffi og konfekt.

Aðgangur er ókeypis en skrá þarf þátttöku á hlekknum fyrir neðan:

https://tix.is/is/bl/buyingflow/tickets/16071/