Borgarleikhúsið

Prufur fyrir sýninguna Fíasól gefst aldrei upp

21 apr. 2023

Næsta vetur mun Borgarleikhúsið frumsýna glænýjan fjölskyldusöngleik, Fíasól gefst aldrei upp. Við leitum því að hugmyndaríkum og hugrökkum krökkum á aldrinum 10–12 ára í hlutverk Fíusólar og bekkjarfélaga hennar.


Í prufunni þarf að syngja eitt lag og taka þátt í nokkrum skemmtilegum leiklistaræfingum. Við erum að leita að fjölbreyttum hópi barna og hvetjum því öll sem hafa áhuga til að sækja um!

Fíasól gefst aldrei upp byggir á vinsælum bókaflokki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um gleðisprengjuna Fíusól.

Skráning í prufur er til og með 27. apríl 2023.

Áætlað er að æfingar á Fíasól gefst aldrei upp hefjist haustið 2023.

Sjá nánar hér