Borgarleikhúsið

Síðasti séns að sjá Níu líf!

15 des. 2023

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hafa örfáar aukasýningar af Níu líf verið settar í sölu. Sýningarnar verða í maí og verður þá jafnframt allra síðasti séns að upplifa þennan magnaða stórsöngleik.


Í byrjun desember var tilkynnt um lokasýningu þann 12. janúar og í kjölfarið seldust upp fimmtán sýningar á örfáum dögum. Slíkt er fordæmalaust í Borgarleikhúsinu og hafði starfsfólk vart undan að svara fyrirspurnum um mögulegar aukasýningar. Ljóst var að eftirspurnin er mikil og margir sem vilja sjá Níu líf, hvort sem það er í fyrsta sinn eða aftur.

Aukasýningarnar í maí verða lokahnykkurinn áður en Níu líf kveður Stóra sviðið og aðrar sýningar taka við.