Borgarleikhúsið

Síðustu sýningar komnar í sölu!

28 nóv. 2023

Eftir fjögurra ára farsæld stórsöngleiksins Níu líf hafa nú síðustu sýningarnar verið settar í sölu. Níu líf verður flutt í síðasta sinn þann 12. janúar 2024. 

Níu líf hefur gengið fyrir fullum sal allt frá frumsýningu í mars 2020 og fjölmargir gestirnir komið aftur og aftur. Vinsældir sýningarinnar eiga sér ekkert fordæmi hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet.

Níu líf hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar árið sem sýningin var frumsýnd og hlaut titilinn leiksýning ársins, Halldóra Geirharðsdóttir fékk tvær Grímur, sem leikkona ársins í aðalhlutverki og sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt sem Egó Bubbi.