Borgarleikhúsið

Sumarnámskeið Leiklistarskólans

21 apr. 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið Leiklistarskóla Borgarleikhússins.


Leiklistarskóli Borgarleikhússins býður upp á spennandi og metnaðarfull sumarnámskeið í júní og júlí fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-16 ára. Hvert námskeið er ein vika (fimm dagar í senn), fjórir tímar á dag og endar með uppskerusýningu á Litla sviði Borgarleikhússins. Námskeiðin eru kennd í æfingasal leikhússins en á góðviðrisdögum verður einnig farið út.

Kennarar sumarnámskeiðanna eru fastráðnir kennarar við Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem öll eru háskólamenntuð í sviðslistum. Upplýsingar um kennara Leiklistarskólans má sjá hér.

Hér er skráningarhlekkur